Um nýskráningu nemenda

Hvernig fæ ég aðgang að vefnum?

Annaðhvort kaupir einstaklingur sér aðgang að vefnum eða þá að skóli sækir um aðgang fyrir nemendur. Ef um einstakling er að ræða þá þarf að smella á Áskrift->Einstaklingar á valstiku, velja námskeið og skrá notendaupplýsingar, og greiða svo fyrir á greiðslusíðu Valitors.

Skólar sem hafa áhuga á að nota vefinn hafa samband við okkur og senda svo í kjölfarið lista yfir kennara sem nota vilja vefinn. Þeir fá þá aðgang að vefnum sem gerir þeim kleift að bjóða nemendum sínum að tengjast ákveðnum námskeiðum vefsins.

Nauðsynlegur hugbúnaður

Hvaða hugbúnaður þarf að vera í tölvunni minni?
Engan sérstakan hugbúnað, annan en netvafra (t.d. Chrome), þarf til að keyra Stoðkennarann.
Virkar Stoðkennarinn jafnvel í öllum vöfrum (IE, Chrome, Firefox...)?
Stoðkennarinn hefur verið prófaður með Firefox, Chrome og Internet Explorer. Við mælum með að notendur Stoðkennarans noti Firefox eða Chrome. Internet Explorer er óstöðugri og orsakar einstaka sinnum smávægilegar villur. Notendur verða þó sjálfsagt sjaldnast varir við þær.
Hvernig virkja ég JavaScript í vafra?
Nauðsynlegt er að opna fyrir (enable) Javascript svo vefurinn virki sem skyldi. Það fer eftir tegund vafra hvernig það er gert.

Chrome:
  1. Smelltu á skiptilykilinn í efra horni til hægri. Þá færðu upp nokkra valmöguleika. Smelltu á Options.
  2. Nýr gluggi opnast. Smelltu á flipann Under the hood.
  3. Nýr gluggi opnast. Smelltu á flipann JavaScript og veldu Allow all sites to run JavaScript
Internet Explorer
  1. Smelltu á Tools og Internet options á valstiku.
  2. Nýr gluggi opnast. Smelltu á Security flipann.
  3. Veldu svæðið Internet (er yfirleitt sjálfvalið í upphafi)
  4. Ef þú þarft ekki á neinum sérstillingum að halda smelltu þá á Default value og lokaðu svo glugga.
  5. Ef þú vilt halda sérstillingum smelltu þá á Custom Level. Í hlutanum Scripting, finnurðu Enable for Active Scripting. Veldu þann möguleika.
Firefox
  1. Smelltu á Tools og Options á valstiku.
  2. Smelltu á flipann Content
  3. Hakaðu við Enable JavaScript
Hvernig geng ég úr skugga um að vafri leyfi að kökur ("cookies") séu vistaðar?
Chrome:
  1. Smelltu á skiptilykilinn í efra horni til hægri. Þá færðu upp nokkra valmöguleika. Smelltu á Options.
  2. Nýr gluggi opnast. Smelltu á flipann Under the hood.
  3. Smelltu á hnappinn Content settings... undir liðnun Privacy og veldu Allow local data to be set (recommended) undir liðnum Cookies.
Internet Explorer
  1. Smelltu á Tools og Internet options á valstiku.
  2. Nýr gluggi opnast. Smelltu á Privacy flipann.
  3. Veldur Medium stillinguna undir liðun settings.
  4. Smelltu á OK.
Firefox
  1. Smelltu á Tools og Options á valstiku.
  2. Smelltu á flipann Privacy
  3. Veldu "Use custom settings for history" við Firefow will.
  4. Þá birtast fleiri valmöguleikar. Hakaðu við "Accept cookies from site".
  5. Smelltu á OK.
Safari
  1. Smelltu á Safari á valstiku og veldu Preferences.
  2. Smelltu á flipann Security og hakaðu við "Always" undir liðnum Accept Cookies.
  3. Lokaðu glugga.
Hvernig eyði ég úr "cache" og "cookies"?
Chrome:
  1. Smelltu á skiptilykilinn í efra horni til hægri.
  2. Smelltu á Tools -> Clear browsing data.
  3. Hakaðu við "Clear cache" og "Delete cookies and other site and plug-in data" og smelltu á OK.
Internet Explorer
  1. Smelltu á Tools og Delete Browsing History á valstiku.
  2. Nýr gluggi opnast. Hakaðu við "Temporary Internet Files" og "Cookies".
  3. Smelltu á Delete.
Firefox
  1. Smelltu á Tools og Clear Recent History á valstiku.
  2. Hakaðu við "Cookies" og "Cache".
  3. Smelltu á Clear Now.
Safari
  1. Smelltu á Safari á valstiku og veldu Empty Cache.
  2. Smeltu á Empty þegar þú ert spurður "Are you sure you want to empty the cache?"
  3. Smelltu á Safari á valstiku og veldu Preference.
  4. Smelltu á flipann Bookmarks og á hnappinn Show cookies.
  5. Smelltu á Remove All
  6. Lokaðu glugga.

Vandamál með verkefni og einkunnaskráningu

Af hverju er einkunn mín ekki skráð?
Fyrst skaltu fullvissa þig um að einkunn hafi ekki verið skráð. Ef þú hefur einkunnabók opna á meðan þú vinnur verkefni þá uppfærast ekki breytingar skjálfkrafa - þú verður að hala síðuna með einkunnabókinni niður á ný (með því að ýta á F5).

Ef einkunn hefur sannarlega ekki skrást er líklegasta skýringin sú að þú hafir verið of lengi fjarri tölvunni og upplýsingar um þig hafi glatast úr minni vefþjónsins. Þá þarftu að skrá þig inn á ný.
Af hverju fæ ég þau skilaboð að ég sé ekki skráður inn?
Ef þú hefur ekki verið virkur á vefnum í meira en 20 mínútur getur verið að svokölluðu "session" hafi verið eytt. Ef þetta kemur hins vegar oft fyrir þótt þú sért virkur þá skaltu prófa að hreinsa cache-ið í tölvunni þinni og ganga úr skugga um að vafrinn þinn leyfi að "cookies" séu vistaðar. Nánari leiðbeiningar eru undir liðnum Nauðsynlegur hugbúnaður.

Um einkunnabækur

Hvaða upplýsingar eru sendar í gagnagrunn?
Í hvert skipti sem nemandi vinnur verkefni á Stoðkennaranum eru upplýsingar um einkunn, fjölda eininga (setninga, dæma, ljóða...), dagsetningu og tíma skráðar í einkunnabók nemandans. Í flestum verkefnum eru einkunnir sjálfkrafa sendar en einstaka sinnum þurfa nemendur sjálfir að smella á viðeigandi hnapp til að skrá einkunn.
Hver hefur aðgang að einkunnabókum mínum?
Ef það var skóli sem útvegaði þér aðgang þá hafa kennara sem kenna þér viðkomandi fag aðgang að einkunnabókum þínum.

Ef um einstaklingsaðgang er að ræða þá hefur þú einn aðgang að upplýsingum nema farið hafi verið fram á að veita foreldri/foreldrum einnig aðgang.
Hve lengi eru einkunnir geymdar í gagnagrunni?
Einkunnir eru geymdar í tvö ár eftir að áskrift lýkur. Þannig getur nemandi komið að einkunnabókum sínum óbreyttum ef hann kýs að skrá sig aftur í sama námskeið síðar meir.