- FYRIR FRAMHALDSSKÓLA -

Netnámið hefur verið vinsælt í framhaldsskólunum. Kennarar geta fengið aðgang fyrir sína nemendahópa með því að hafa samband við VR. Kennari fær þá einnig kennaraaðgang til að fylgjast með framvindu nemenda. Fyrir framhaldsskólahópa tekur námið tvær kennslustundir. Netnámið tekur um 60 mín og hægt að fara í gegnum það í kennslustund eða í heimavinnu. Svo er verklegur tími með kennara ein kennslustund. VR sendir skólunum námsefnið þeim að kostnaðarlausu. VR Skóli lífsins fagnar 6 ára afmæli árið 2020 og hafa yfir 6.000 nemendur farið í gegnum netnámið. Þetta hafa framhaldsskólakennararar að segja um námið.

„Við teljum VR Skólann henta nemendum vel. Okkur finnst myndböndin skemmtileg viðbót við kennsluna og nemendum finnst þetta fróðlegt og skemmtilegt. Lifandi umræður skapast oft í verklega tímanum. Vinnan fyrir okkur kennarana er einföld og án erfiðleika. Það fylgja góðar leiðbeiningar og auðvelt að fá svör frá VR ef spurningar vakna.“

Viðskiptagreinakennarar í Verzlunarskóla Íslands

„Ég nota VR Skólann í kennslu því efnið nálgast nemendur og viðfangsefnið á skýran og skemmtilegan hátt. Nemendur muna vel eftir efninu og vitna oft í hann. Það er ekkert mál að leggja þetta fyrir, leiðbeiningar eru skýrar og þetta er ekkert flókið.“

Lífsleiknikennari við Kvennaskólann í Reykjavík

„Við notum VR Skóla lífsins vegna þess að hann höfðar til krakkanna, þeim finnst hann skemmtilegur og áhugaverður. Frábært að fá VR Skóla skírteinið til að setja með ferilskránni. Okkur finnst gott að geta fylgst með framvindu nemenda með kennaraaðganginum okkar og fáum alltaf snögg svör við fyrirspurnum okkar hjá VR.“

Lífsleiknikennarar við Fjölbrautarskólann í Ármúla

VR hvetur framhaldsskólakennara til að nýta sér þetta hagnýta netnámsefni við kennslu. VR Skóli lífsins er til dæmis frábær viðbót við lífsleikni- eða fjármálafræðsluáfanga í framhaldsskólum. Til að nálgast námsefnið og fá nánari upplýsingar sendu okkur póst á vrskolilifsins@vr.is eða hringdu í síma 5101700.

Til baka