Í persónuverndaryfirlýsingu VR er greint frá hvernig VR, kt. 690269-2019 stendur að söfnun, skráningu, vinnslu, vistun og miðlun persónugreinanlegra upplýsinga.
Til þess að stofna svokallaðan Ofurkennaraaðgang að VR-Skóla lífsins þarf VR einungis nafn og netfang kennara. Kennarar fá þannig aðgang inn í VR-Skóla lífsins, geta útbúið hópa og boðið nemendum inn í kerfið. Kennarar hafa yfirsýn yfir sína hópa og geta sent nemendum boð um að skrá sig, kallað fram yfirlit yfir þá nemendur sem hafa fengið boð en ekki nýtt það. Jafnframt geta þeir sent öðrum kennurum boð um að tengjast hópnum og kallað eftir hóplista með nöfnum, notendanöfnum og lykilorðum nemenda. Kennari skilgreinir sjálfur til hve langs tíma aðgangur er stofnaður en Stoðkennarinn ehf., umsjónaraðili kerfisins, eyðir öllum óvirkum aðgöngum eftir eitt ár.
Þegar nemendum er boðinn aðgangur birtist upplýsingagluggi sem sýnir helstu upplýsingar um vinnslu gagnanna ásamt vísun í þessa síðu. Við innskráningu þurfa nemendur að búa sér til lykilorð sem er dulkóðað í gagnagrunni. Engar upplýsingar eru skráðar umfram nafn og netfang sem nemandi gefur sjálfur upp. Allar þær upplýsingar eru dulkóðaðar. VR hefur engan aðgang að persónuupplýsingum um nemendur. Stoðkennarinn hefur aðgang að gögnunum og hafa VR og Stoðkennarinn undirritað vinnslusamning vegna persónuverndar. Samningurinn kveður meðal annars á um skyldu Stoðkennarans til að halda persónuupplýsingum kennara og nemenda öruggum og að nota þær ekki í öðrum tilgangi svo sem að afhenda þær 3. aðila.
Kennarar og nemendur eiga alltaf þann möguleika að nýta réttindi sín samkvæmt persónuverndarlögum, t.d. með því að fá aðgang að gögnum um sig, leiðrétta upplýsingar eða að láta eyða upplýsingum um sig.
VR vinnur persónuupplýsingar í samræmi við gildandi persónuverndarlöggjöf á Íslandi á hverjum tíma.